512 4200 info@tst.is

Leikskóli á Seltjarnarnesi

Út greinargerð:.

HÚSIÐ
Mikilvægur þáttur leikskólastarfsins er leikur og nám utandyra. Það er grundvallaratriði að tryggja öllum nemum leikskólans gott aðgengi að fjölbreyttum leiksvæðum auk þægilegrar aðkomu allra að leikskóladeildum. Til að koma til móts við þetta er sett fram tillaga að einnar hæðar leikskólabyggingu, sem fellur vel að umhverfinu og skyggir ekki á aðliggjandi lóðir auk þess að hafa áhugaverða þakmynd sem blasir við efri hæðum aðliggjandi húsa. Norðurhlið hússins er að götu og gegnir hlutverki formlegrar framhliðar. Til suðurs eru mörk landslags og byggingar óljósari þannig að sjónræn upplifun nágranna ætti síður að verða rýrð.

Stór bygging er gerð barnvænni og mannlegri með uppskiptingu í einingar og eru sér inngangar á leikskóladeildir. Sameiginleg rými leikskólans eru í þeim hluta hússins við Suðurströnd sem tengja allar álmur. Aðalinngangur tengist sameiginlegum rýmum og þjónustuinngangur er við eldhús.

Tillagan byggir á staðlaðri útfærslu leikskóladeilda sem aðlaga má ólíkum aldursstigum. Leikskóladeildum er raðað í fjórar álmur með sama grunnfyrirkomulagi með innbyggðan sveigjanleika fyrir leikskólastarfið.

LEIKSVÆÐIN
Byggingum leikskólans er komið þannig fyrir að afmörkuð eru útirými sem veita skjól og snúa vel að sólu á starfstíma leikskólans. Þakið er að hluta aðgengilegt sem leik- og kennslusvæði.

Ár 2019
Staður Seltjarnarnes
Verkform Samkeppni
Mannvirki Leikskóli
Myndir Hans-Olav Andersen