512 4200 info@tst.is

Fegurð – Varanleiki – Notagildi eru grunngildi Teiknistofunnar Traðar, sem starfar í anda sjálfbærrar þróunar. Við lítum á hvert verkefni sem einstakt í sinni röð. Staðhættir og starfsemi gegna lykilhlutverki við úrlausn verkefnisins. Lögð er áhersla á byggingarlistræn og tæknileg sjónarmið, notagildi og hagkvæmni í framkvæmd og rekstri.

Teiknistofan Tröð veitir opinberum aðilum, fyrirtækjum og einstaklingum þjónustu og ráðgjöf um byggingarlist og skipulag.

Stofan hefur hannað fjölbreyttar byggingar í háum gæðaflokki og tekið þátt í arkitektasamkeppnum með góðum árangri. Áhersla er lögð á almennt gæðaeftirlit og stöðugar umbætur á verkferlum og þjónustu skv. kröfum ISO 9001 staðalsins. Teiknistofan Tröð leggur metnað sinn í að gera vandaðar áætlanir um byggingarkostnað og viðhefur virka kostnaðargát á hönnunartíma. Hönnunargögn eru í háum gæðaflokki.

Hæft starfsfólk sem leggur sig fram um að auka þekkingu sína og getu til að fást við krefjandi verkefni er helsta auðlind fyrirtækisins. Starfsfólk stofunnar eru menntaðir arkitektar, sem búa yfir fjölþættri reynslu frá Teiknistofunni Tröð og erlendum arkitektastofum.

Teiknistofan Tröð og eigendur eru félagar í Arkitektafélagi Íslands, Norske arkitekters landsforbund, Félag sjálfstætt starfandi arkitekta FSSA og aðilar að Nordic Built.

Eigundur Teiknistofunnar Tröð eru Hans-Olav Andersen arkitekt FAÍ, MNAL og Sigríður Magnúsdóttir arkitekt FAÍ en Sigríður er einning framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Teiknistofan Tröð hefur starfað óslitið síðan 1990.

Teiknistofan Tröð starfar á sviði arkitektúrs og skipulagsgerðar.

Stefna Teiknistofunnar Traðar er að uppfylla væntingar og þarfir viðskiptavina með því að þróa snjallar hugmyndir og eftirtektaverðar lausnir sem koma viðskiptavini og öðrum ánægjulega á óvart.

Verkefni unnin hjá Teiknistofunni Tröð endurspegla gildin: fegurð, varanleiki, notagildi

Það er stefna Teiknistofunnar Traðar að auka gæði þjónustu og verkum stofunnar með stöðugum umbótum sem taka mið af þörfum viðskiptavinar, starfsfólks, samstarfsaðila, umhverfis og samfélags. Stjórnendur og starfsfólk Teiknistofunnar Traðar leggja sig fram af metnaði og fagmennsku við að veita viðskiptavinum góða þjónustu. Góð hönnun endurspeglast í ánægju viðskiptavina, starfsfólks, samstarfsaðila og samfélagsins. Teiknistofan Tröð leggur áherslu á að ávallt sé farið að kröfum sem eiga við þ.m.t. lög og reglugerðir.

Teiknistofan Tröð sýnir samfélagslega ábyrgð með þátttöku í samfélagslegum verkefnum á starfssviði Teiknistofunnar

Teiknistofan Tröð starfrækir gæðastjórnunarkerfi skv. ISO 9001:2015 og vinnur að stöðugum umbótum á virkni þess. Meginreglur gæðastjórnunar eru:

 • Viðskiptavinurinn
 • Forysta
 • Virkni fólks
 • Ferilsnálgun
 • Umbætur
 • Ákvörðunartaka byggð á sönnunargögnum
 • Stjórnun tengsla

GÆÐAMARKMIÐ
Gæðastefnan myndar ramma um gæðamarkmið sem stjórn setur fyrirtækinu. Gæðamarkmið eru mælanleg og í samræmi við gæðastefnu fyrirtækisins. Gæðamarkmið eru, eftir því sem við á, sett fram í markmiðayfirliti fyrirtækisins eða í einstökum verkefnum.

MIÐLUN GÆÐASTEFNU

 • Gæðastefnan er birt á innra neti fyrirtækisins
 • Gæðastefnunni er viðhaldið með reglulegri rýni stjórnenda
 • Gæðastefnan er tiltæk viðskiptavinum og hagsmunaðilum á heimasíðu fyrirtækisins.

ISO 9001 Gæðakerfi

Teiknistofan Tröð hefur komið upp, skjalfest og innleitt gæðastjórnunarkerfi, viðheldur og vinnur að stöðugum umbótum á því, í samræmi við staðalinn ISO 9001.

Fyrirtækið hefur gert það sem hér er lýst, til að innleiða gæðastjórnunarkerfi:

 • Fundið og afmarkað þau ferli sem nauðsynleg eru fyrir gæðastjórnunarkerfið og beitingu þess.
 • Ákvarðað röð og samverkan ferla.
 • Ákvarðað viðmið og aðferðir sem þörf er á til að tryggja að starfræksla og stýring ferla sé virk.
 • Tryggt að fyrir hendi séu nauðsynlegar auðlindir og upplýsingar til stuðnings við starfrækslu og vöktun ferla.
 • Komið á starfsháttum þar sem ferlin eru vöktuð, mæld og greind.
 • Innleitt aðgerðir sem nauðsynlegar eru til að ná tilætluðum árangri og stöðugum umbótum á þessum ferlum.

Fyrirtækið hefur stjórn á þeim ferlum sem kunna að vera hýstir utan fyrirtækisins og er stýringin tilgreind í gæðastjórnunarkerfinu.

Þann 15. febrúar 2010 fékk Teiknistofan Tröð vottun Vottunar hf. um að gæðastjórnunarkerfi fyrirtækisins uppfylli kröfur ÍST EN ISO 9001 staðalsins. Vottunin nær til hönnunar og ráðgjafar um arkitektúr og skipulag

Bim Upplýsingalíkan Bygginga

Teiknistofan hefur í áraraðir hannað byggingar í þrívídd og notað teikniforrit til að halda utanum upplýsingar um magn, kröfur, efnisval og gerð einstakra byggingahluta.

Stofan býr yfir mikilli þekkingu og reynslu við þrívíddarhönnun og gerð upplýsingalíkana. Elsta verkið sem alfarið var teiknað í þrívídd og upplýsingar úr módeli notað í gerð sneiðinga, útlitsmynda og magntöku er skrifstofuhús við Efstaleiti 5

BIM er aðferðafræði þar sem hvert fagsvið (Arkitekar, burðarþol, lagnir og rafmagn) byggir rafræn þrívíddarlíkön sem uppfylla kröfur IFC staðalsins. Sérstök forrit setja faglíkönin saman og gera árekstrarprufanir, athuga meðal annars orkunotkun og fleira áður enn húsið er byggt.

UMHVERFISSTEFNA

Fegurð – Varanleiki – Notagildi eru grunngildi Teiknistofunnar Traðar, sem starfar í anda sjálfbærrar þróunar. Hvert verkefni er einstakt í sinni röð. Staðhættir og starfsemi gegna lykilhlutverki við úrlausn verkefnisins. Lögð er áhersla á byggingarlistræn og tæknileg sjónarmið, vellíðan, notagildi og hagkvæmni í framkvæmd og rekstri.

Stefna Teiknistofunnar Traðar er að bæta kunnáttu starfsmanna um sjálfbærni svo þeir geti nýtt sér þá kunnáttu til að vinna að sem bestum umhverfisvænum lausnum fyrir hvert einstakt verkefni.

GRÆN BYGGÐ

Teiknistofan Tröð er aðili að Grænni byggð. Græn byggð er samstarfsvettvangur um vistvæna þróun manngerðs umhverfis á Íslandi.

Markmið Grænna byggða er að hvetja til stöðugra umbóta í anda sjálfbærrar þróunar í mannvirkjagerð og skipulagi og stuðla þannig að því að þjóðin geti til framtíðar búið við heilbrigð og góð lífsskilyrði í vistvænni byggð.

NORDIC BUILT

Teiknistofan Tröð hefur skrifað undir sáttmála Nordic Built. Nordic Built er nýr sjálfbærnisáttmáli í mannvirkjagerð á Norðurlöndunum. Markmiðið er að virkja lykilaðila á íslenskum byggingarmarkaði til þess að taka höndum saman um að efla sjálfbæra þróun í mannvirkjagerð á Norðurlöndunum. Nordic Built er stofnað að frumkvæði norrænu ráðherranefndarinnar í tengslum við mótun nýrrar stefnu um samvinnu í iðnaðar- og nýsköpunarmálum með áherslu á grænan hagvöxt.

Sáttmálinn á ensku (PDF 91kb)

NAL-ECOBOX

Teiknistofan Tröð hefur setið námskeiðið Ecobox startpakke. NAL – Ecobox er hluti af norska arkitektafélaginu, Norske arkitekters landsforbund. Hlutverk þess er að stuðla að aukinni umhverfisþekkingu og þverfaglegu samstarfi meðal arkitekta, skipulagsfræðinga og annarra aðila í byggingageiranum. Á námskeiðinu Ecobox Startpakke fyrir arkitektastofur er farið yfir helstu viðfangsefni vistvænnar og sjálfbærrar hönnunar með áherslu á orku- og efnisnotkun. Farið er yfir orkuráðstafanir í áætlunargerð, nýjar orkureglugerðir, aðferðir við þverfaglegt samstarf og viðeigandi stafræn verkfæri.

Nánari upplýsingar:
http://www.arkitektur.no/kursopplegg

YFIRLÝSING UM PERSÓNUVERND

Teiknistofan Tröð leggur sig fram við að tryggja trúnað, áreiðanleika og öryggi persónuupplýsinga sem fyrirtækið safnar og meðhöndlar.

Persónuverndarstefna þessi tekur til persónuupplýsinga ytri hagsmunaaðila Teiknistofunnar Traðar, þ.e. tengiliði viðskiptavina, samstarfsaðila og birgja auk umsækjanda um starf hjá fyrirtækinu.

Persónuverndarstefnu þessari er ætlað að upplýsa þig um hvaða persónuupplýsingum Teiknistofan Tröð safnar og hvernig farið er með slík gögn, þ.e. skráning, varsla, vinnsla og miðlun.

Persónuverndarstefna er aðgengileg á heimasíðu Teiknistofunnar Traðar http://www.tst.is.

PERSÓNUVERNDARLÖGGJÖF

Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma. Lögin taka m.a. á vinnslu, vörslu og miðlun persónuupplýsinga.

ÁBYRGÐ

Teiknistofan Tröð ber ábyrgð á persónuupplýsingum sem veittar eru fyrirtækinu, skráningu og meðferð þeirra, ýmist sem ábyrgðar- eða vinnsluaðili persónuupplýsinga.

SÖFNUN OG VINNSLA

Teiknistofan Tröð safnar og vinnur upplýsingar um viðskiptavini, samstarfsaðila, birgja og tengiliði þeirra, sem fyrirtækinu er skylt að varðveita í samræmi við lög, reglugerðir, saminga og til að mæta kröfum ISO-9001 staðalsins, auk upplýsinga umsækjanda um störf. Persónuupplýsingar sem er safnað og unnið úr eru nafn, kennitala, netfang, símanúmer og starfsheiti auk samskiptasögu í gegnum tölvupóstsamskipti. Persónuupplýsingar eru helst sóttar beint til viðkomandi aðila, eða til þriðja aðila t.d. Þjóðskrá, símaskrá, heimasíður og þjónustuaðila viðskiptavina. Ef tilefni er til eru sóttar upplýsingar til Credit info, stjórnvalda og dómstóla. Umsækjendur um starf veita samþykki sitt fyrir vinnslu og geymslu umsókna með því að senda Teiknistofunni Tröð starfsumsókn. Tilgangur vinnslu er að meta hæfi og hafa samband við umsækjanda. Umsækjandi getur hvenær sem er óskað eftir að gögnum sínum verði eytt.

Teiknistofan Tröð safnar aðeins persónuupplýsingum sem nauðsynlegar eru til að veita viðeigandi þjónustu hverju sinni. Viðkvæmum persónuupplýsingum er hvorki er safnað né unnið úr með neinum hætti.

Teiknistofan Tröð hefur komið sér upp og viðheldur vottuðu gæðakerfi ISO-9001. Mat á viðskiptavinum, samstarfsaðilum og birgjum er einn þáttur gæðakerfisins og er tilgangur þess að tryggja hæfi þeirra er koma að verkefnum sem Teiknistofan Tröð vinnur að. Teiknistofan Tröð gerir huglægt mat á frammistöðu viðskiptavina, samstarfsaðila, birgja og tengiliði þeirra og varðveitir niðurstöður matsins á lokuðu, aðgangstýrðu vefsvæði.

Kjósi einstaklingur að veita ekki umbeðnar upplýsingar getur það leitt til þess að ekki er unnt að veita umbeðna þjónustu.

Teiknistofan Tröð notar engar rafrænar kökur (e. cookies) eða hugbúnað af neinu tagi til að safna rekjanlegum upplýsingum í gegnum heimasíðuna http://www.tst.is

MIÐLUN

Teiknistofan Tröð nýtir aðeins persónuupplýsingar í þeim tilgangi sem öflun þeirra þjónar og selur ekki persónuupplýsingar. Miðlun persónuupplýsinga til þriðja aðila er aðeins gerð á grundvelli lagaheimildar, með samþykki viðkomandi eða vegna ákvæða í samningi/samkomulagi milli aðila.

Teiknistofnunni Tröð er heimilt að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila (vinnsluaðila) sem er þjónustuveitandi, umboðsmaður eða verktaki okkar í þeim tilgangi að ljúka við verkefni eða veita þér þjónustu eða vöru sem þú hefur beðið um eða samþykkt. Okkur er einnig heimilt að deila upplýsingum með vinnsluaðilum þegar það er nauðsynlegt til að vernda brýna hagsmuni t.d. við innheimtu á vanskilakröfu. Við afhendum vinnsluaðilunum einungis þær persónuupplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir þá í framangreindum tilgangi og gerum við þá samning þar sem þeir undirgangast skyldu um að halda upplýsingum um þig öruggum og nota þær einungis í framangreindum tilgangi.

ÖRYGGI OG VARÐVEISLA PERSÓNUUPPLÝSINGA

Teiknistofan Tröð leggur áherslu á að varðveita persónuupplýsingar með öruggum hætti og tryggir að viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir séu gerðar við meðferð persónuupplýsinga hverju sinni.

Almennar persónuupplýsingar um viðskiptavini, samstarfsaðila, birgja og tengiliði þeirra eru varðveittar ótímabundið á innra vef og netþjóni fyrirtækisins.

BREYTINGAR

Persónuverndarstefna Teiknistofunnar Traðar er endurskoðuð reglulega og kann því að taka breytingum. Fyrirspurnir um meðhöndlun persónuupplýsinga og persónuverndarstefnu Teiknistofunnar Traðar skal senda á netfangið info@tst.is.

 

Persónuverndarstefna Teiknistofunnar Traðar:
Fyrst samþykkt: 6. desember 2019
Síðast breytt: 6. desember 2019