Vesturbugt

Vesturbugt, útboð
2016-2017

Vesturbugt er nýtt hverfi milli hafnar og borgar á samnefndum stað við Reykjavíkurhöfn. Markmið er að byggja upp  fjölbreytt samfélag í Vesturbugt. Þjónusturými eru víða jarðhæðum og íbúðir á efri hæðum. Ákvæði deiliskipulags setur ákveðnar línur hvað varðar útfærslu hverfsins. Skemmtileg nýjung sem kallar á óhefðbundnar útfærslur og lausnir eru að húsin í hverfinu afmarka  fjölbreytta flóru borgarrýma, götur, sund, stígar og torg eru opin öllum almenningi. Blöndun þjónusturýmis og íbúðarhúsnæðis í sama húsi er heldur ekki hefðbundið fyrirkomulag í hverfum Reykjavíkur utan miðborgar. Það kallar á frumlegar lausnir hvað varðar dvalarstaði íbúa, umferðarrými, hljóðvist og aðgengi. Fjölbreytt starfsemi skapar forsendur fyrir lifandi borgarsamfélagi.

Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að með þéttri blandaðri byggð er hægt að skapa sjálfbærari hverfi/borgarhluta og þar með betri nýtingu auðlinda. Vesturbugt er gott dæmi um hverfi eða borgarhluta af þessu tagi. Hér er fjöldi íbúða og rými fyrir fjölbreytta þjónustu á sama stað; þjónusta sem ekki aðeins hentar íbúum í sjálfu hverfinu heldur langt út fyrir ramma þess. Fjölbreytt starfsemi á jarðhæð víða í hver nu kemur til með að einkenna ásýnd þess fyrir hinn almenna borgarbúa, en íbúarnir eiga sína innganga og skjólríku svalir og geta notið einkalífs auk þess að eiga gott aðgengi að góðri þjónustu.

Unnið í samvinnu við Jáverk, ASK arkitekta, Kanon arkitekta og A2F arkitekta.

Merkt sem:
2015-2019 Forval