STOFNUN VIGDÍSAR FINNBOGADÓTTUR
Hlutverk stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur er að skapa aðstöðu fyrir starfsemi alþjóðlegrar tungumálamiðstöðvar, sem mun starfa undir formerkjum UNESCO, og hins vegar að skapa fullkomna aðstöðu til kennslu, rannsókna og miðlunar þekkingar um tungumál og menningu til almennings og vísindasamfélagsins.
Markmið tillögunnar er að skapa ramma um starfsemi sem stuðlar að þekkingarleit. Fyrirkomulag og útfærsla hvetur til samskipta manna á milli, innandyra sem utan veggja byggingarinnar og endurspeglar það grundvöll starfseminnar sem eru vinsamleg samskipti þjóða á milli.
Einfalt grunnform byggingar felur í sér óvænt samspil innri rýma og garða fyrir utan og ofan á byggingunni. Í byggingunni takast á andstæður, dökkt yfirbragð utanhúss en innan dyra er það bjart og rúmgott. Burstir norðurhliðar er skýrskotun til byggingar arfsins, þróunar og skyldleika við erlendan byggingararf.
Aðkoma að bílakjallara er snúið til suðurs til að draga úr umferð á annatíma við Brynjólfsgötu og umferð þannig beint frá aðalinngangi, sem fær rúmgott hlað til vesturs. Yfirbyggðar hjólageymslur eru í tengslum við hlað aðalinngangs.
Byggingin er fjórar hæðir og tengist Háskólatorgi um göng undir Suðurgötu á jarðhæð. Tvær samsíða álmur afmarka einfalt grunnform byggingarinnar. Milli þeirra er „almenningur“, bjartur salur sem spannar allar hæðir byggingarinnar frá austurinngangi að aðalinngangi í vestri. Þar er hjarta stofnunarinnar. Leiðin milli Háskólabíós, Þjóðarbókhlöðu og Háskólatorgs liggur um almenning. Þar eru stofur og salir til kennslu og miðlunar þekkingar um tungumál og menningu auk þess sem finna má pláss í almenningi fyrir formleg og óformleg samskipti. Göng frá Háskólatorgi opnast inná bjartan og opinn almenninginn á jarðhæð.
Ár | 2012 |
Staður | – |
Stærð | -m2 |
Verkkaupi | – |
Verkform | Samkeppnistillaga |
Mannvirki | – |
Myndir | Hans-Olav Andersen |
Samstarfsaðilar | – |
Tilnefningar | – |
Verðlaun | – |
Umfjöllun | – |