512 4200 info@tst.is

Hjálpræðisherinn

The Salvation Army

Höfuðstöðvar Hjálpræðishersins á Íslandi eru umgjörð um fjölbreytta starfsemi og þjónustu við almenning og skjólstæðinga Hjálpræðishersins. Þar fara fram sam- komur, ýmiskonar velferðarþjónusta, veitingarekstur ásamt yfirstjórn starfsemi Hjálpræðishersins á Íslandi. Fjöldi gesta í húsinu er mjög breytilegur. Samkomusalir hússins miðast við blandaða notkun veitingahúss og samkomuhúss. Byggingin er ein og tvær hæðir sem eru misstórar að grunnfleti. Mikil rýmd er í byggingunni og hátt til lofts í helstu salarkynnum á fyrstu hæð. Lofthæð er mjög breytileg vegna hallandi þakflata sem endurspeglast innanhúss. Við húsið er stórt útisvæði þar sem m.a. er gert ráð fyrir leiksvæðum fyrir börn og matjurtargarði.

Ár 2017-2021
Staður Suðurlandsbraut 72-74, Reykjavík, Ísland
Stærð  1442 m2
Verkkaupi Hjálpræðisherinn
Verkform
Mannvirki Félagsmiðstöð og kirkja
Myndir Claudio Parada, Chris Lund, Hans-Olav Andersen
Samstarfsaðilar Ferill, Verkís, Lota, Mannvit, Kanon arkitektar
Tilnefningar
Verðlaun
Umfjöllun Archdaily