BORG Í GRÍMSNESI
Grunnskóli og stjórnsýsluhús Grímsness- og Grafningshrepps, íþróttahús og sundlaug mynda ásamt Félagsheimilinu Borg, sem var reist árið 1965, þyrpingu umhverfis torg, sem opnast til vesturs. Áhersla er á samnýtingu og húsnæðisins fyrir starfsemi sveitarfélagsins og almenning. Grunnskólinn er hannaður fyrir um 40 nemendur í 1.-7.bekk í einstaklingsmiðuðu námi með áherslu á verkmenntagreinar. Sér inngangur fyrir skólann er á suðurgafli hússins, í góðum tengslum við leik- og íþróttasvæðin. Stjórnsýsluhúsið, með aðalinngang frá torginu, er á efri hæð grunnskólans. Þar eru skrifstofur sveitarfélagsins, skólans og aðstaða starfsfólks. Íþróttahúsið og sundlaugin þjónar bæði skóla og almenningi og er búningsaðstaðan sameiginleg. Skjólsælt sundlaugasvæðið afmarkað af búnignsklefum og aðkomubyggingu opnast til suður. Þar eru pottar, barnalaug rennibraut, sauna og 25 metra sundlaug. Stærð íþróttahúss miðast við lítinn körfuboltavöll.
Ár | 2004-2006 |
Staður | Borg í Grímsnesi, Ísland |
Stærð | 1657 m2 |
Verkkaupi | Eignarhaldsfélagið Fasteign |
Verkform | – |
Mannvirki | Skóli, sundlaug og íþróttahús |
Myndir | Hans-Olav Andersen |
Samstarfsaðilar | – |
Tilnefningar | – |
Verðlaun | – |
Umfjöllun | – |