512 4200 info@tst.is

BARNASPÍTALI HRINGSINS

Árið 1997 var haldin opin tveggja þrepa samkeppni um hönnun Barnaspítalans. Tillaga Teiknistofunnar Traðar var valin til 1.verðlauna úr hópi þriggja tillagna í seinna þrepi keppninnar.

“Ég held að okkar tillaga hafi verið valin vegna þess að hún sýndi ákveðinn einfaldleika og aðlögunarhæfni að breytilegum þörfum spítalans,” segir Sigríður Magnúsdóttir, “Það er mikilvægt að hönnun byggingarinnar njörvi hana ekki niður um alla framtíð heldur þarf hún að vera sveigjanlega uppbyggð.”

“Sérstaða Barnaspítalans felst í fjölda mismunandi herbergja með miklar kröfur hvað varðar tæknibúnað og innréttingar. Markmið okkar var að gera hátæknispítala að hlýlegu umhverfi. Byggingin er á fjórum hæðum og er innra skipulag hverrar hæðar klæðskerasaumað að þeirri starfsemi sem þar fer fram.”

“Allir sem hafa komið inn á bráðamóttöku þekkja þá tilfinningu að vera komir í einhvers konar völundarhús þar sem engin leið er að vita hvar maður er eða hvernig maður kemst út. Við reyndum að skapa umhverfi eins fjarri þessu eins og mögulegt er. Við ganga og almennings rými eru víða gólfsíðir gluggar sem opna fyrir fjölbreytilegt útsýni. Þar geta börn sem fullorðnir hvílt hugann.” (Gangverk, 01.04.03, bls. 2-3. „Barnaspítali Hringsins“)

Ár 1997-2003
Staður Hrinbraut, Reykjavík, Ísland
Stærð 6800 m2
Verkkaupi Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
Verkform Opin samkeppni
Mannvirki Barnaspítali
Myndir Christopher Lund, Hans-Olav Andersen, loftmynd Mats
Samstarfsaðilar
Tilnefningar
Verðlaun
Umfjöllun