512 4200 info@tst.is

AÐKOMUTÁKN FYRIR GARÐABÆ

Úr greinargerð:

Aðkomutákninu er ætlað að bjóða heimamenn og gesti velkomna til Garðabæjar og fanga með einhverjum hætti athygli þúsunda vegfarenda sem koma til bæjarins á hraðanum tveir til 80 kílómetrar á klukkustund.

Aðkomutáknið er fléttað saman úr þremur jafnstórum flötum römmum í þrívítt verk sem stendur stöðugt í jafnvægi á þremur punktum, einu horni hvers ramma.

Aðkomutáknið er hvortveggja í senn flókið og einfalt og hefur margar birtingamyndir undir mismunandi
sjónarhorni.

Aðkomutákninu er ávallt komið fyrir í tengslum við stíga þar sem umferð er hæg, en þess er jafnframt gætt að það sé mjög vel sýnilegt frá akbrautum.

Aðkomutákninu er tyllt á þrjár undirstöður og leitast við að raska landinu umhverfis eins lítið og kostur er. Útfæra má aðkomutáknið úr ýmiskonar efni, endanleg
ákvörðun um efnisval ræðst af þeim fjármunum sem ætlað er í verkefnið.

Ár 2016-
Staður Garðabær
Verkkaupi Garðabær
Verkform Samkeppni
Mannvirki Aðkomutákn
Verðlaun 1. verðlaun