512 4200 info@tst.is

HUGMYNDASAMKEPPNI UM SKIPULAG EFSTALEITIS

Markmið tillögunnar er að samtvinna almenningsrými og einkarými, þannig að svæðið verði hvortveggja í senn eftirsóttur búsetukostur og aðlaðandi almenningsrými, sem styrkir stöðu Útvarpshússins sem mikilvægt kennileiti og endurspegli samfélagshlutverk RÚV.

Skipulagstillagan leggur megináherslu á stóran, skjólgóðan, friðsælan og sólríkan borgargarð, með fjölbreyttum útvistarmöguleikum, sem er aðgengilegur almenningi og íbúum. Borgargarður í þéttri byggð, ólíkur stóru útivistarsvæðunum í Fossvogi og Laugardal, yrði kærkomin viðbót við fjölbreytta flóru almenningsrýma í Reykjavík. Stærð garðsins er mikilvæg ef hann á að þjóna hlutverki sem borgargarður.

Skipulagstillagan gerir ráð fyrir óbreyttri staðsetningu hitaveitustokksins, enda mikilvægt að varðveita þá beinu línu sem stokkurinn var lagður eftir í upphafi. Lagt er til að hann verði upphitaður göngu- og hjólastígur með forgang yfir akbrautir. Stígurinn er í miðju þeirra hverfa sem hann fer um og getur orðið einn af aðalsamgöngustígum borgarinnar og valkostur við núverandi stofnstíga, sem eru í jöðrum hverfisins.

Skipulagstillagan leggur til að íbúðarbyggð verði þriggja hæða randbyggð umhverfis almenningsgarð og myndi einskonar sökkul Útvarpshúsins séð úr fjarlægð. Hærri byggð dregur úr vægi Útvarpshússins sem kennileitis.

Fjöldi íbúða á skipulagssvæðinu miðað við 60 íbúðir/ha að frádregnum fyrirliggjandi byggingum er um 210. Skipulagstillagan gefur um 260 íbúðir. Mikill sveigjanleiki er í útfærslu hvað varðar stærð, gerð og fjölda leiguíbúða, félagslegra íbúða, stúdentaíbúða og eignaríbúða. Bílgeymsla er í kjallara og samnýttur með atvinnustarfsemi.

Ár 2015
Staður Efstaleiti, Reykjavík, Ísland
Stærð -m2
Verkkaupi
Verkform Samkeppni
Mannvirki Skipulag
Myndir Hans-Olav Andersen
Samstarfsaðilar
Tilnefningar
Verðlaun
Umfjöllun