Stækkun verknámsaðstöðu Fjölbrautaskóla Suðurlands
Úr greinargerð:
Skólahús Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) eru Oddi, Iða og Hamar, þar sem verknámskennsla fer fram. Með tilkomu viðbyggingar við Hamar verður verknámsaðstaða bætt verulega, sveigjanleiki aukinn, boðið upp á nýbreytni í kennsluháttum og öflugt þróunarstarf.
Meginmarkmið er að leggja til gott umhverfi í formi húsnæðis og aðliggjandi lóðar. Umhverfi sem skapar ungmennum skilyrði til góðrar menntunar, sem nýtist þeim í starfi, framhaldsnámi og samfélagslegri þátttöku. Góðar kennslustofur, sem svara kröfum starfseminnar um notagildi, og aðlaðandi vistarverur í sameiginlegu rými milli kennslustofa eru forsendur fyrir vel heppnað skólahúsnæði.
Viðbygging og núverandi húsnæði fléttast saman í eina heild. Verknámsstofum og bóklegum kennslustofum er raðað eftir göngum og „torgum“ samkvæmt fyrirfram gefnum tengslum. Fyrirkomulagið felur í sér sveigjanleika í skólastarfi og styrkir tengslin við önnur hús FSu.
Nýbygging tengist vesturhlið Hamars. Saman mynda þessar byggingar verknámshús FSu, sem samanstendur af tveimur meginálmum. Tréiðn ásamt bóklegum kennslustofum er komið fyrir í núverandi húsnæði sem myndar norðurálmu verknámshússins. Í suðurálmu er komið fyrir málmiðn, háriðn og bóklegum kennslustofum ásamt aðstöðu kennara. Rafiðn, margmiðlun, ljósmyndun og smiðja ásamt bóklegum kennslustofum tengja þessar álmur saman í eina heild. Útisvæði fyrir tréiðn er staðsett milli álmanna tveggja.
Ár | 2013 |
Staður | – |
Stærð | -m2 |
Verkkaupi | – |
Verkform | Innkeypt tillaga |
Mannvirki | – |
Myndir | – |
Samstarfsaðilar | – |
Tilnefningar | – |
Verðlaun | – |
Umfjöllun | – |