LAUGAVEGUR 86-94
Íbúðar- og verslunarhúsnæði ásamt bílastæðahúsi. Alútboðstillaga í samstarfi við Ístak. Hæsta einkunn fyrir lausn og tillögu, lægsta verðtilboð. Byggingin er hluti randbyggðar sem afmarkast af Laugavegi, Barónsstíg, Grettisgötu og Snorrabraut og er aðlöguð hæð aðliggjandi bygginga. Sex verslunarrými eru á götuhæð að Laugavegi. Tveggja og þriggja herbergja íbúðir eru á efri hæðum. Bílastæðahús fyrir almenning er neðanjarðar, innakstur um port frá Laugavegi. Byggingarnar eru staðsteyptar, einangraðar að innan. Burðarvirki bílastæðahúss hefur þá sérstöðu að engar súlur eru á milli bílastæða og er burðarvirkinu aðeins komið fyrir í jaðri bílastæða.
Ár | 2003-2006 |
Staður | Laugavegur 86-94, Reykjavík, Ísland |
Stærð | -m2 |
Verkkaupi | Bílastæðasjóður Reykjavíkur, Gatnamálastofa Reykjavíkur, Orkuveita Reykjavíkur og Landssíminn |
Verkform | – |
Mannvirki | Íbúðarhúsnæði |
Myndir | Hans-Olav Andersen |
Samstarfsaðilar | Ístak |
Tilnefningar | – |
Verðlaun | – |
Umfjöllun | – |