512 4200 info@tst.is

Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárósa

Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárósa eru tákn um breytta tíma með áherslu á sjálfbæran samgöngumáta. Áhugaverð og skemmtileg upplifun á hjólaleið um Geirsnef gerir hjólreiðar að valkosti þeirra sem eiga erindi milli bæjarhluta vestan og norðan Elliðaáa.

Þríhyrndur grunnflötur er teygður uppí þrívítt form, hyrnu. Formið er dregið upp úr miðju flatarins af fjórða horninu. Bitarnir þrír tengjast saman í toppi hyrnunnar og tylla sér á einfaldar undirstöður við árbakkann. Þetta er burðarvirki brúarinnar sem ber lárétt þunnbyggt brúargólfið með stögum. Leitast er við að lágmarka efnisnotkun með því að gefa brúnni stöðugt grunnform, sem jafnframt er sérkenni brúarinnar.

Elliðaárósabrýrnar mynda eina samfellda heild frá eystri bakka að vestari bakka. Brúargólfin eru samtengd með stíg sem sveigist eftir manngerðu landslagi Geirsnefsins og breikkar við áningastaði. Við áningastaði eru bekkir, hjólastandar, upplýsingaskilti, vatnspóstar ofl. Núverandi gönguleið á Geirsnefi er aðlöguð nýjum göngu- og hjólastíg.

Ár 2012
Staður Elliðaárós, Reykjavík, Ísland
Stærð -m2
Verkkaupi
Verkform
Mannvirki Brýr
Myndir Hans-Olav Andersen
Samstarfsaðilar Sigurður Ingi Ólafsson, tæknifræðingur hjá Nýbýli
Jenny Osuldsen, landslagsarkitekt hjá Snøhetta
Magnús Andersen, myndvinnsla
Verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar, hönnun lýsingar og rafkerfa.
Tilnefningar
Verðlaun 1. verðlaun í tveggja þrepa samkeppni,
Göngu- og hjólabrýrnar hlutu Vörðuna 2014. Varðan er viðurkenning Vegagerðarinnar vegna hönnunar og frágangs vegamannvirkja og er veitt á þriggja ára
Umfjöllun

Umfjöllun í Dezeen magazine, janúar 2016
Tilnefnd til WAN Infrastructure Awards 2016