Safnaðarheimili og tónlistarskóli

Afstöðumynd
Þakmynd
Grunnmynd 1. hæðar
Yfirlitsmynd
Séð frá Strandgötu
Séð frá Strandgötu
Séð frá göngustig sunnan tónlistarskóla
Kennslustofa safnaðarheimilis
Kapella
Safnaðarsalir "Hásalir". Veggtjöld eftir Ínu Salóme Hallgrímsdóttur
Miðrými tónlistarskóla
Forsalur safnaðarheimilis

Safnaðarheimili og tónlistarskóli við Hafnarfjarðarkirkju
1990-1998

1. verðlaun í opinni arkitektasamkeppni

Árið 1990 var efnt til samkeppni um skipulag og byggingar á reitnum sunnan við Hafnarfjarðarkirkju. Markmið samkeppnistillögunnar var að sýna fram á aðlögun nútímabygginga að kirkjunni, styrkja staðsetningu hennar og auka gildi umhverfisins. Steinsteyptir útveggir eru pússaðir og málaðir í sama lit og kirkjan, og myndar þannig gamalt og nýtt í eina heild.

Aðalinngangar kirkju, safnaðarheimilis og tónlistarskóla eru frá hellulögðu hlaði, sem afmarkast í áttina að höfninni af grunnri tjörn. Sjávarmöl á botni og fjörugrjót við bakka tjarnarinnar minna á hvar fjaran var þegar kirkjan var reist árið 1914.

Verkkaupi: Hafnarfjarðarbær og sóknarnefnd Hafnarfjarðarkirkju
Staðsetning: Strandgata Hafnarfirði, Ísland
Heildarstærð: Lóð um 2,700 m2, nýbyggingar um 2.500 m2
Ljósmyndun: Teiknistofan Tröð