Trilluvogur 1
Fjölbýlishús á þremur til sex hæðum við Kuggavog og þriggja hæða raðhús við Súðarvog með opinni bílageymslu og sameiginlegum garði milli húsanna. Íbúðir eru fjölbreyttar að gerð og stærð, tveggja til sex herbergja. Fjölbýlishúsið stallast niður í hæð og hafa íbúðir efstu og fyrstu hæða þakgarða, en aðrar rúmgóðar svalir. Byggingarnar eru staðsteyptar, einangraðar að innan og þök grasilögð sem gegna mikilvægu hlutverki ásamt gróðurbeðum í ofanvatslausnum fyrir lóðina. Yfirborð hússins einkennist af ljósri steypu. Veggflöturinn er brotinn upp með lituðum flötum milli glugga á efri hæðum og dekkra yfirborð er að finna á hluta jarðhæða og stigahúsa.
Ár | 2017-2020 |
Staður | Trilluvogur 1, Reykjavík, Ísland |
Stærð | 5335 m2 |
Verkkaupi | Landris |
Verkform | – |
Mannvirki | Íbúðarhúsnæði |
Myndir | Hans-Olav Andersen |
Samstarfsaðilar | – |
Tilnefningar | – |
Verðlaun | – |
Umfjöllun | – |