Trilluvogur 1
Samkeppni um deiliskipulag við Bakkabraut. Úr greinargerð:
Markmið deiliskipulagstillögunnar
• Að bæta umhverfi, búsetugæði og efnahagslega umgjörð eldri byggðar í Kópavogi með aukinni blöndun byggðar sem miðar að sjálfbærri þróun borgarumhverfisins í krafti þéttingu byggðar og betri nýtingu innviða og þjónustu.
• Að auka jafnvægi í hlutfalli atvinnusvæða og íbúasvæða.
Þétting byggðar mun styrkja hlutverk vesturhluta Kársness sem nútímalegt verslunar-, þjónustu- og íbúðahverfi með fallega ásýnd, góða nýtingu og góða tengingu með almenningssamgöngum og hjóla- og gönguleiðum yfir fyrirhugaða brú.
Heildaryfirbragð hverfisins verður bætt og íbúðir fái tengsl við opin svæði sem tengja skipulagssvæðið saman og gefur því aðlaðandi ásýnd. Til að ná markmiðum skipulagsins er gert ráð fyrir ákveðinni fjölbreytni í íbúðagerð, t.d. í stærðum íbúða. Efnisval skal gefa íbúðum hlýlegt og nútímalegt yfirbragð. Tryggja skal göngutengsl um hverfið og að fyrirhugaðri göngu- og hjólabrú.
| Ár | 2018 |
| Staður | Kópavogur |
| Stærð | 24.000 m2 |
| Verkform | Samkeppni |
| Myndir | Hans-Olav Andersen |