Hjúkrunarheimili á Húsavík
Nursing home
Úr greinargerð:
Undir skógi vöxnum hlíðum Húsavíkurfjalls hefur nýju hjúkrunarheimili verið valinn staður við Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Áskoranir og tækifæri felast í aðlögun að hlíðinni, aðliggjandi byggð, kröfum um tengingar við fyrirliggjandi byggingar og skapa heimilislegt og örvandi umhverfi.
Nýja hjúkrunarheimilið er vinkilbygging, sem er hvortveggja í senn samsíða og þvert á fjallshlíðina, tengist hornrétt við Dvalarheimilið Hvamm og myndar skjólgóð útisvæði.
Nýja hjúkrunarheimilið er á þremur hæðum fyrir ofan jarðhæð. 60 hjúkrunarrýmum er komið fyrir í 6 jafnstórum heimilum. Lögð er áhersla á heimilislegt umhverfi, góða vinnuaðstöðu og yfirsýn starfsfólks. Tvö heimili eru á hverri hæð, milli þeirra er tvískipt, sameiginleg vakt.
10 herbergi eru í hverju heimili. Íbúar njóta friðhelgi einkalífs í rúmgóðum herbergjum, sem uppfylla kröfur um algilda hönnun og aðstöðu til að taka á móti gestum.
Öll herbergi eru með svalir eða garð og þar með tækifæri til ræktunar og dýrahalds.
| Ár | 2020 |
| Staður | Húsavík |
| Stærð | 4.300 m2 |
| Verkform | Samkeppni |
| Mannvirki | Hjúkrunarheimili |
| Verðlaun | 2. verðlaun |