
HJÁLPRÆÐISHERINN
Höfuðstöðvar Hjálpræðishersins á Íslandi eru umgjörð um fjölbreytta starfsemi og þjónustu við almenning og skjólstæðinga Hjálpræðishersins. Þar fara fram samkomur, ýmiskonar velferðarþjónusta, veitinga- og verslunarekstur ásamt yfirstjórn starfsemi Hjálpræðishersins á Íslandi. Fjöldi gesta í húsinu er mjög breytilegur. Samkomusalir hússins miðast við blandaða notkun veitingahúss og samkomuhúss.
Byggingin er ein og tvær hæðir sem eru misstórar að grunnfleti. Mikil rýmd er í byggingunni og hátt til lofts í helstu salarkynnum á fyrstu hæð. Lofthæð er mjög breytileg vegna hallandi þakflata sem endurspeglast innanhúss. Við húsið er stórt útisvæði þar sem m.a. er gert ráð fyrir leiksvæðum fyrir börn og matjurtargarði.
Ár | 2016 |
Staður | Suðurlandsbraut 72-74, Reykjavík, Ísland |
Stærð | -m2 |
Verkkaupi | – |
Verkform | – |
Mannvirki | – |
Myndir | Hans-Olav Andersen |
Samstarfsaðilar | – |
Tilnefningar | – |
Verðlaun | – |
Umfjöllun | – |