HAFNARBRAUT 9-15
Fjögurra hæða tvískipt fjölbýlbýlishús með blandaðri starfsemi norðan og sunnan við fyrirliggjandi byggingu Hafnarbraut 11. Á jarðhæð er verslunar- og þjónustuhúsnæði og bílageymslur eru í kjallara. Fjölbreyttar íbúðargerðir í mismunandi stærðum sem eru frá tveggja til fimm herbergja. Byggingarnar eru staðsteyptar, einangraðar að utan og klæddar láréttum trefjasementsplötum sem mynda skarsúð. Litaðir fletir úthliða skipta byggingunum upp í einingar.
| Ár | 2016-2020 |
| Staður | Kópavogur |
| Stærð | 12800 m2 |
| Verkkaupi | Kársnesbyggð |
| Mannvirki | Íbúðar-, verslunar- og þjónustuhúsnæði |
| Myndir | Onno & Hans-Olav Andersen |