512 4200 info@tst.is

Kleppsmýrarvegur

Íbúðarhúsnæði að Kleppsmýrarvegi 6 með yfirbyggðri bílgeymslu.

Byggingarnar eru 5 hæðir syðst og trappast upp til norðurs í sex hæðir. Þremur íbúðarhúsum er raðað umhverfis garðrými á lóðarmörkum. Lóðin snýr til austurs og flestar íbúðir eru með með útsýni á sjó. Inngangar snúa að götu, auk þess er aðgengi frá hverju stigahúsi út í garð.

51 íbúð er í húsinu. Meðfram Dugguvogi eru 3 íbúðir á jarðhæð með salarhæð 3.5 m sem gerir kleift að breyta þeim í atvinnuhúsnæði síðar meir. Íbúðir eru af mörgum stærðum, allt frá litlum 63 m2 tveggja herbergja og upp í 134 m2 fimm herbergja íbúðir.

Ár 2023
Staður Reykjavík
Stærð 7.300 m2
Mannvirki Íbúðarhúsnæði
Myndir Hans-Olav Andersen