512 4200 info@tst.is

Hjúkrunarheimili á Húsavík

Nursing home

Úr greinargerð:

Undir skógi vöxnum hlíðum Húsavíkurfjalls hefur nýju hjúkrunarheimili verið valinn staður við Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Áskoranir og tækifæri felast í aðlögun að hlíðinni, aðliggjandi byggð, kröfum um tengingar við fyrirliggjandi byggingar og skapa heimilislegt og örvandi umhverfi.

Nýja hjúkrunarheimilið er vinkilbygging, sem er hvortveggja í senn samsíða og þvert á fjallshlíðina, tengist hornrétt við Dvalarheimilið Hvamm og myndar skjólgóð útisvæði.

Nýja hjúkrunarheimilið er á þremur hæðum fyrir ofan jarðhæð. 60 hjúkrunarrýmum er komið fyrir í 6 jafnstórum heimilum. Lögð er áhersla á heimilislegt umhverfi, góða vinnuaðstöðu og yfirsýn starfsfólks. Tvö heimili eru á hverri hæð, milli þeirra er tvískipt, sameiginleg vakt.

10 herbergi eru í hverju heimili. Íbúar njóta friðhelgi einkalífs í rúmgóðum herbergjum, sem uppfylla kröfur um algilda hönnun og aðstöðu til að taka á móti gestum.

Öll herbergi eru með svalir eða garð og þar með tækifæri til ræktunar og dýrahalds.

Ár 2020
Staður Húsavík
Stærð 4.300 m2
Verkform Samkeppni
Mannvirki Hjúkrunarheimili
Verðlaun 2. verðlaun