Landsbanki Íslands

Fyrra þrep - ásýnd af Nýja torgi
Fyrra þrep - yfirlitsmynd
Fyrra þrep - anddyri
Fyrra þrep - afstöðumynd
Fyrra þrep - grunnmynd 1. og 2. hæðar
Fyrra þrep - útlitsmyndir
Annað þrep - ásýnd af Nýja torgi
Annað þrep - yfirlitsmynd
Annað þrep - afstöðumynd
Annað þrep - grunnmynd 1. og 2. hæðar
Annað þrep - útlitsmyndir
Annað þrep - útlit norðurhliðar og anddyri

Höfuðstöðvar Landsbanka Íslands í miðbæ Reykjavíkur, samkeppnistillaga
2007

3. verðlaun í tveggja þrepa samkeppni, í samvinnu með Kanon arkitektum og MFF landslagsarkitektum.

Með höfuðstöðvar í hjarta Reykjavíkur í 120 ár er saga Landsbanka Íslands samofin sögu miðbæjarins. Í samræmi við það endurspeglar tillagan samhengi, þar sem nútíð og fortíð flétta saman nútímabyggð í sögulegt umhverfi borgarinnar. Tillagan byggir á fjölbreytileika bygginga, gatna og torga sem einkenna gamla miðbæinn og gefa honum gildi.

Byggingar móta Nýja torg, sem tengir Lækjartorg aðalinngangi Landsbankans í brennipunkti aðliggjandi gatna, Hafnarstrætis, Tryggvagötu og Reykjastrætis.

Ný skjólgóð og sólrík bæjarrými, samtvinnuð götum og torgum gamla miðbæjarins og útirýmum við Reykjastræti og Tónlistar- og ráðstefnuhús tengja miðborgina Landsbankanum, sem verður virkur og lifandi hluti borgarmannlífsins.

Merkt sem:
2005-2009 Verðlaun