Bókasafn Hafnarfjarðar

Ráðhústorg séð frá Strandgötu
Snið/útlit suður
Útlit norður
Horft niður Austurgötu
Ljósgarðar í tónlistardeild
Snið austur

Viðbygging við Bókasafn Hafnarfjarðar, samkeppnistillaga
2008

Bókasafnið er staðsett í jaðri miðbæjar Hafnarfjarðar við Ráðhústorgið. Í næsta nágrenni er fjölbreytt starfsemi. Margbreytileiki í stærð, stíl og aldri einkennir aðliggjandi byggð. Markmið tillögunnar er að gefa starfsemi bókasafns Hafnarfjarðar nútímalega og sveigjanlega umgjörð. Viðbygging við bókasafnið brúar bilið á milli þess stóra og smáa í umhverfinu þannig að hvort tveggja fær notið sín. Í Bókasafni Hafnarfjarðar upplifa menn þægilegt og aðlaðandi umhverfi og þar verður mögulegt að nálgast upplýsingar og gögn á skilvirkan og einfaldan hátt. Byggingin myndar einfaldan og skýran ramma utanum fjölbreytt starf safnsins og veitir svigrúm fyrir þróun og vöxt safnsins til langs tíma. Tillagan er ein af tveimur tillögum sem stofan sendi inn í samkeppnina.

Verkkaupi: Hafnarfjörður
Staðsetning: Strandgata, Hafnarfjörður, Iceland
Heildarstærð: 2.828m2

Merkt sem:
2005-2009 BIM