Aðkomutákn fyrir Garðabæ

Hafnarfjarðarvegur við Kópavog
Elliðavatnsvegur við Selvogsgötu
Ásýnd ofan á / ásýnd

Aðkomutákn fyrir Garðabæ, samkeppnistillaga
2016

1. verðlaun

Úr greinargerð:

Aðkomutáknið er fléttað saman úr þremur jafnstórum flötum römmum í þrívítt verk sem stendur stöðugt í jafnvægi á þremur punktum, einu horni hvers ramma. Aðkomutáknið er hvortveggja í senn flókið og einfalt og hefur margar birtingamyndir undir mismunandi sjónarhorni.

Aðkomutákninu er ávallt komið fyrir í tengslum við stíga þar sem umferð er hæg, en þess er jafnframt gætt að það sé mjög vel sýnilegt frá akbrautum. Aðkomutáknið er þá ákjósanlegur áningastaður fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. Það má setjast niður á neðsta hluta rammans og þeir sem gaman hafa af klifri geta reynt við það. Aðkomutákninu er tyllt á þrjár undirstöður og leitast við að raska landinu umhverfis eins lítið og kostur er.

Merkt sem:
2015-2019 Verðlaun