ISO 9001 Gæðakerfi

Teiknistofan Tröð hefur komið upp, skjalfest og innleitt gæðastjórnunarkerfi, viðheldur og vinnur að stöðugum umbótum á því, í samræmi við staðalinn ISO 9001.

Fyrirtækið hefur gert það sem hér er lýst, til að innleiða gæðastjórnunarkerfi:

  • Fundið og afmarkað þau ferli sem nauðsynleg eru fyrir gæðastjórnunarkerfið og beitingu þess.
  • Ákvarðað röð og samverkan ferla.
  • Ákvarðað viðmið og aðferðir sem þörf er á til að tryggja að starfræksla og stýring ferla sé virk.
  • Tryggt að fyrir hendi séu nauðsynlegar auðlindir og upplýsingar til stuðnings við starfrækslu og vöktun ferla.
  • Komið á starfsháttum þar sem ferlin eru vöktuð, mæld og greind.
  • Innleitt aðgerðir sem nauðsynlegar eru til að ná tilætluðum árangri og stöðugum umbótum á þessum ferlum.
  • Gæðastefna

Fyrirtækið hefur stjórn á þeim ferlum sem kunna að vera hýstir utan fyrirtækisins og er stýringin tilgreind í gæðastjórnunarkerfinu.

Þann 15. febrúar 2010 fékk Teiknistofan Tröð vottun Vottunar hf. um að gæðastjórnunarkerfi fyrirtækisins uppfylli kröfur ÍST EN ISO 9001 staðalsins. Vottunin nær til hönnunar og ráðgjafar um arkitektúr og skipulag.

 

 

 

Vottunarskjalið (PDF 550kb)

Vottorð - 15.feb 2019-15.feb 2022 (PDF 198kb)