BIM Upplýsingalíkan bygginga

Teiknistofan hefur í áraraðir hannað byggingar í þrívídd og notað teikniforrit til að halda utanum upplýsingar um magn, kröfur, efnisval og gerð einstakra byggingahluta.

Stofan býr yfir mikilli þekkingu og reynslu við þrívíddarhönnun og gerð upplýsingalíkana. Elsta verkið sem alfarið var teiknað í þrívídd og upplýsingar úr módeli notað í gerð sneiðinga, útlitsmynda og magntöku er skrifstofuhús við Efstaleiti 5

 

Efstaleiti 5

BIM er aðferðafræði þar sem hvert fagsvið (Arkitekar, burðarþol, lagnir og rafmagn) byggir rafræn þrívíddarlíkön sem uppfylla kröfur IFC staðalsins. Sérstök forrit setja faglíkönin saman og gera árekstrarprufanir, athuga meðal annars orkunotkun og fleira áður enn húsið er byggt.